• fös. 03. júl. 2015
  • Landslið

U17 - Tap gegn Þýskalandi í baráttuleik

U17 kvenna Danmörk 2015

Þriðji leikur u-17 ára kvennalandsliðs Íslands fór fram í Kolding í gær, fimmtudag 

Íslenska U17 ára lið kvenna tapaði 2-1 gegn Þýskalandi í seinasta leik riðilsins á Opna Norðurlandamóti kvenna sem fram fer í Danmörku.

Þjóðverjar byrjuðu betur og komust yfir á 18. mínútu er liðið skoraði úr aukaspyrnu.  Mínútu síðar komst Ásdís í ágætis færi og skotið hafnaði í stönginni. Á 22. mínútu fékk íslenska liðið aukaspyrnu á um 35 metra færi. Harpa tók spyrnuna sem fór í slána og og yfir.

Seinni hálfleikur hófst á frábæri markvörslu hjá Telmu, markmanni Íslands. Á 50. mínútu stal Aníta boltanum og slapp ein í gegn, hún hamraði boltann í slána og inn og ÍSland búið að jafna metin. Sjö mínútum síðar komust Þjóðverjar aftur yfir eftir röð mistaka hjá Íslenska liðinu.

À 66. Varði Telma vel og mínútu seinna átti Ásdís gott skot rétt framhjá. Þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum kom Katrín Mist inn fyrir Sögu Líf. Íslenska liðið færði sig framar á völlinn og áttu nokkur hálffæri. Telma varði síðan frábærlega undir lokin þegar leikmaður Þýskalands slapp í gegn. Lengra komst Íslenska liðið ekki og 2-1 tap gegn Þjóðverjum staðreynd, en óhætt er að segja að þetta hafi verið besti leikur liðsins í keppninni.

Hitinn var 27-28 gráður og hafði það auðvitað áhrif á leikinn. Teknar voru vatnspásur í sitt hvorum hálfleiknum.

Næst verður leikið um sæti og  og spilum við gegn Englendingum um 7.-8. sætið. Sá leikur hefst á laugardagsmorgun kl 08.30 að íslenskum tíma.

Byrjunarlið Íslands var skipað eftirtöldum leikmönnum: 

Markmaður Telma Ívarsdóttir. 

Varnarmenn: Dröfn Einarsdóttir, Kolbrún Eyjólfsdóttir, Harpa Antonsdóttir og Saga Sigurðardóttir. 

Miðjumenn: Ísold Rúnarsdóttir, Stefanía Tryggvadóttir og Rannveig Bjarnadóttir sem var fyrirliði. 

Sóknarmenn: Ásdís Halldórsdóttir, Aníta Daníelsdóttir og Sólveig Larsen.