• þri. 30. jún. 2015
  • Landslið

Opna NM U17- Tap gegn Svíum í fyrsta leik

ksi-merki

Fyrsti leikur Íslands u-17 ára landsliðsins kvenna á Norðurlandamótinu fer fór fram í gær, mánudag. Ísland tók þá á móti sænsku stelpunum. Fyrri hálfleikur var mjög jafn, varnaleikur sterkur og náðu hvorugt liðið að skapa sér afgerandi færi. 

Hitinn var yfir 20 stig og glampandi sól og mátti því búast við að veðrið segði til sín fyrir bæði lið í seinni hálfleik. Íslendingar fengu svo fyrsta færi leiksins er Aníta slapp í gegn, en gott skot hennar var varið, Sólveig Larsen fylgdi a eftir lagði boltann út á Rannveigu en varnarmaður komst fyrir skot hennar. 

Í kjölfarið komu tvær hættulegar hornspyrnur sem Svíar náðu að hreinsa burt. Svíar fengu svo hættulegt færi sem Telma varði vel. Á 60. mínútu gerðu Íslendingar tvöfalda skiptingu, Hlín Eiríksdóttir kom inn og Saga Líf fór út. Stefanía út og Katrín Mist Kristinsdóttir inn. Í næstu sókn á eftir átti Ásdís fínt skot framhjá. 

Á 70. mínútu kom Dröfn út og Elma Dervic inn og Margrét Árna kom inn fyrir Sólveigu Larsen. Stuttu síðar kom Aníta með flott hlaup og góðan kross, markmaður Svía náði að slæða höndinni í boltann áður en Hlín og Margrét náðu boltanum. Íslendingar þarna komnir með undirtökin í leiknum. A síðustu mínútu leiksins var Ásdís við það að sleppa í gegn en markmaður Svía náði boltanum kom honum strax i leik og Svíar sluppu einir i gegn og skoruðu. 

Hrikalega svekkjandi tap gegn Svíum, en stelpurnar verða fljótar að jafna sig því þær leika gegn Norðmönnum í dag, þriðjudag. 

Byrjunarlið Íslands var skipað eftirtöldum leikmönnum: 

Markmaður Telma Ívarsdóttir. 

Varnarmenn: Dröfn Einarsdóttir, Kolbrún Eyjólfsdóttir, Harpa Antonsdóttir og Saga Sigurðardóttir. Miðjumenn: Ísold Rúnarsdóttir, Stefanía Tryggvadóttir og Rannveig Bjarnadóttir sem var fyrirliði. Sóknarmenn: Ásdís Halldórsdóttir, Aníta Daníelsdóttir og Sólveig Larsen. 

Smelltu hérna til að fara á síðu mótsins.