Íslenskir dómarar í Evrópudeildinni
Íslenskir dómarar eru að fá úthlutuð verkefni í Evrópu um þessar mundir en Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildin eru að fara af stað. Þóroddur Hjaltalín, Áskell Þór Gíslason og Björn Valdimarsson munu dæma leik AUK Broughton FC frá Wales og NK Lokomotiva Zagreb frá Króatíu þann 2. júlí í Evrópudeildinni en Erlendur Eiríksson verður fjórði dómari.
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður einnig með flautuna á lofti en hann dæmir leik Klaipeda frá Litháen og PFC Beroe 1916 frá Búlgaríu þann 2. júlí. Aðstoðardómarar verða Gylfi Már Sigurðsson og Bryngeir Valdimarsson en Gunnar Jarl Jónsson verður fjórði dómari.
Þá mun Gunnar Jarl Jónsson dæma leik Solna frá Svíþjóð og VPS Vaasa frá Finnlandi í Evrópudeildinni. Með Gunnari verða Birkir Sigurðarson, Jóhann Gunnar Guðmundsson og Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður fjórði dómari. Leikurinn fer fram í Svíþjóð þann 9. júlí.