• þri. 23. jún. 2015
  • Dómaramál

Fjölmargir dómarar spreyta sig á U17 kvenna

Dómarar U17 kvenna

Einn mikilvægur þáttur á lokamóti eins og U17 kvenna er dómgæslan. Það eru margir dómarar sem dæma á mótinu en þeir koma víðsvegar af úr heiminum. 

Á mótinu er dómurum blandað saman, þ.e. dómarar frá mismundi löndum dæma saman en ekki koma tríó frá sama landi.
Á mótinu dæma 16 dómarar en 8 þeirra fara heim eftir riðlakeppnina. Flestir eru kvenkynsdómarar en það er stefna UEFA að fá sem flestar konur til að dæma á mótum eins og þessu. Margir af dómurunum hafa ekki langan aldur í dómgæslu en fá samt tækifæri á að ferðast og dæma á mótum eins og U17 mótinu.

Dómararnir skelltu sér t.a.m. saman til að skoða Gullfoss og Geysir áður en mótið hófst og er myndin af hópnum saman.