• fim. 18. jún. 2015
  • Landslið

Upphitun fyrir leiki í EM U17 kvenna

2235259_w2

Undankeppni EM U17 kvenna hefst á mánudag og eru leikstaðirnir þennan fyrsta leikdag Kópavogsvöllur og Grindavíkurvöllur.  Ísland leikur þá sinn fyrsta leik í Grindavík, gegn Þýskalandi, og hefst hann kl. 19:00.

Fyrir hvern einasta leik í mótinu verður boðið upp á knattþrautir, hoppukastali verður á staðnum, veggspjöld af landsliðum karla og kvenna og hver veit nema okkar fremsta knattspyrnufólk verði á staðnum sömuleiðis til að árita myndir. Hálftíma fyrir leik verður svo boðið upp á grillaðar SS pylsur í brauði frá Gæðabakstri og ávaxtasafa í boði Vífilfells.

Þá gefst áhorfendum kostur á að vinna miða á landsleiki hjá A-landsliðum karla og kvenna. Það eina sem þarf að gera er að mæta og skrifa nafn sitt á miða, setja miðann í kassa sem verður á staðnum og fylgjast með leiknum. Tilkynnt verður um vinningshafa á meðan á leik stendur.

Leikdagarnir í riðlakeppninni eru 22. júní, 25. júní og 28. júní.

Allt um mótið á sérvef