• fös. 12. jún. 2015
  • Landslið

Þriggja marka sigur á Makedóníu

Island---Makedonia-U21-KK-2015

Ísland U21 ára landsliðið vann í gær öruggan þriggja marka sigur, 3-0, á Makedóníu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM. 

Markalaust var í hálfleik en íslenska liðið lék mun betur í seinni hálfleik og uppskar þrjú mörk.
Elías Már Ómarsson kom Íslandi í 1-0 á 55. mínútu með laglegum skalla en fram að þeim tíma hafði íslenska liðið náð að skapa sér ágæt tækifæri. 

Höskuldur Gunnlaugsson kom Íslandi í 2-0 á 61. mínútu en kappinn var aftur á ferð stuttu síðar en hann gulltryggði 3-0 sigur á 67. mínútu með laglegu marki.

Ísland er því með 3 stig í riðlinum eftir fyrsta leikinn en Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hafði það á orði fyrir leik að góð byrjun í mótinu væri gríðarlega mikilvæg.