Ísland upp um eitt sæti á heimslista FIFA
Ísland færðist upp um eitt sæti á heimslista FIFA sem birtur var í dag. Íslenska karlalandsliðið er núna í 37. sæti á listanum en liðið hefur ekki leikið neinn leik frá birtingu seinasta lista og eru því úrslit annarra leikja að hafa áhrif á stöðu íslenska liðsins.
Þýskaland er á toppnum en Belgía færist upp fyrir Argentínu í 2. sætið. Tékkar eru í 16. sæti listans en Ísland mætir einmitt tékkneska liðinu í undankeppni EM á Laugardalsvelli þann 12. júní.
Smelltu hérna til að skoða allan listann.