• mán. 01. jún. 2015
  • Landslið

Viltu starfa við úrslitakeppni EM 2016?

UEFA EURO 2016
Logo2016_Prt_Full_OnWht

Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna sjálfboðaliðastarfs við úrslitakeppni EM karlalandsliða 2016, en keppnin fer fram í Frakklandi sumarið 2016.  Alls munu um 6.500 sjálfboðaliðar starfa við mótið, sem fer fram í 10 borgum víðs vegar um Frakkland.  Mótið er gríðarlega umfangsmikið og mun þáttur sjálfboðaliða vera stór í því að sem best til takist og til að mótið verði sem glæsilegast.

Skráning umsókna fer fram á vefsíðunni www.volunteers.euro2016.fr og er opið fyrir umsóknir til loka nóvembermánaðar.  Sérstakur verndari sjálfboðaliðaverkefnisins er Christian Karembeu, fyrrverandi landsliðsmaður Frakka.