• fim. 28. maí 2015
  • Dómaramál

Kristinn Jakobsson leiðbeinir ungum dómurum á CORE-námskeiði UEFA

Kiddi Jak

Kristinn Jakobsson, einn reyndasti dómari okkar, er fjarri því að vera hættur dómarastörfum þó hann sé ekki lengur að flauta á leikjum. Kristinn er sem stendur staddur á CORE-námskeiði fyrir dómara þar sem hann leiðbeinir ungum dómurum.

CORE-námskeiðið er fyrir unga og efnilega dómara víðsvegar að úr Evrópu en það er mikil upphafning að fá boð sem kennari á þessi námskeið.

Margir íslenskir dómarar hafa sótt þessi námskeið en í ár voru fulltrúar Íslands þeir Ívar Orri Kristjánsson, Bryngeir Valdimarsson og Björn Valdimarsson.