Nám fyrir fyrrum landsliðs- og atvinnumenn
Knattspyrnusamband Evrópu býður upp á nám fyrir fyrrverandi landsliðmenn/atvinnumenn í knattspyrnu. Námskeiðið ber yfirskriftina UEFA Executive Master for International Players.
Námið er hugsað fyrir fyrrverandi A-landsliðsmenn í knattspyrnu eða leikmenn sem hafa haft langan feril í einni af topp deildunum í Evrópu (að minnsta kosti einn leikur í Evrópukeppni félagsliða). Einnig er námið hugsað fyrir fyrrverandi atvinnumenn í knattspyrnu sem eru starfandi innan knattspyrnuhreyfingarinnar.
Markmið námsins er að fyrrverandi leikmenn fái tækifæri til að auka þekkingu sína á sviði stjórnunar innan knattspyrnuhreyfingarinnar og jafnframt að undirbúa þá fyrir áframhaldandi starf innan knattspyrnunnar að ferli loknum.
Námið samanstendur af sjö krefjandi vikunámskeiðum á 20 mánaða tímabili. Námskeiðin sjö eru haldin í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss, París í Frakklandi, London á Englandi, München í Þýskalandi, Madríd eða Barcelona á Spáni og New York í Bandaríkjunum.
Einungis 20 umsækjendur eru teknir inn í námið. Umsækjendur þurfa að hafa góða kunnáttu í ensku, bæði munnlegri og skriflegri.
Fyrsta námskeiðið er haldið í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss 16.-20. nóvember 2015.
Námið kostar 27.000 evrur fyrir einstakling + flug og gisting. UEFA gæti veitt námsstyrk ef þörf krefur, sér í lagi til að styðja við þátttöku kvenna á námskeiðinu.
Umsóknarfrestur er til 11. september 2015.
Umfjöllunarefni námsins eru:
- Umfang atvinnuíþrótta
- Hlutverk og hæfni framkvæmdastjóra
- Fyrirkomulag og reglugerðir móta
- Knattspyrnuvellir
- Markaðsmál
- Störf framkvæmdastjóra
- Deildarkeppni og félög í Norður-Ameríku
Allar frekari upplýsingar veitir Dagur Sveinn Dagbjartsson á skrifstofu KSÍ, dagur@ksi.is eða 510-2977. Einnig er hægt að nálgast frekari upplýsingar hér: www.uefamip.com