Uppselt á Ísland-Tékkland
Uppselt er á leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016. Miðasala hófst kl. 12:00 í dag, föstudag, eins og kynnt var á vef KSÍ. Alls fóru um 4 þúsund miðar í sölu í dag og seldust þeir upp á skömmum tíma. Um er að ræða toppslag í A-riðli og með sigri í leiknum kemst Ísland í toppsæti riðilsins og í lykilstöðu í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, sem fram fer í Frakklandi. Leikurinn fer fram þann 12. júní næstkomandi og verður í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV.