Súpufundur um framkomu og hegðun áhorfenda
Þriðjudaginn 19. maí verður súpufundur í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 12:00-13:00. Þar mun Stefán Pálsson mun fjalla um framkomu og hegðun áhorfenda á knattspyrnuleikjum.
Ólæti og áhyggjur af óviðeigandi hegðun áhorfenda er nánast jafngömul knattspyrnuíþróttinni. Á áhorfendapöllunum leyfa margir sér hegðun sem ekki væri viðurkennd á öðrum sviðum samfélagsins og hefur það margoft leitt til árekstra. Í erindinu verður fjallað um fyrirbærið almennt og fjölda dæma tekin úr knattspyrnusögunni.
Stefán Pálsson er sagnfræðingur og knattspyrnuáhugamaður. Hann hefur m.a. skrifað sögu Knattspyrnufélagsins Fram.
Í lokin mun KSÍ kynna nýjar auglýsingar í tengslum við herferðina Ekki Tapa Þér, en þær snúast einmitt um hegðun áhorfenda á knattspyrnuleikjum.
Aðgangur er ókeypis, allir velkomnir og fundargestir fá súpu og brauð í boði KSÍ. Vinsamlegast boðið komu ykkar með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is.