Ísland stendur í stað á heimslista FIFA
Ísland er ennþá í 38. sæti á heimslista FIFA sem birtur var í dag. Ísland lék tvo leiki á árinu en annar var 3-0 sigur á Kasakstan í Astana og svo 1-1 jafntefli gegn Eistlandi í lok mars.
Efstu 17 sætin breytast ekki að þessu sinni og heilt yfir eru litlar breytingar á listanum enda ekki margir leikir hjá landsliðunum. Heimsmeistarar Þjóðverja eru á toppi heimslistans en svo kemur Argentína og þá Belgía.