• fim. 30. apr. 2015
  • Fræðsla

Styrktar- og meiðslafyrirbyggjandi þjálfun

Island---Holland-A-kvenna-4-april-2015---0155

Þriðjudaginn 12. maí mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir námskeiði sem ber yfirskriftina Styrktar- og meiðslafyrirbyggjandi þjálfun í knattspyrnu. Námskeiðið fer fram í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli og stendur frá kl. 18:00-22:00.

Dagskrá, 12. maí

18:00     Róbert Magnússon, sérfræðingur í íþróttasjúkraþjálfun, mun fjalla um krossbandaslit og skimun sem hann hefur unnið að í tengslum við Hæfileikamótun KSÍ, hvernig megi greina einkenni þeirra sem í áhættuhópi eru og hvað sé hægt að gera í kjölfarið til að minnka líkur á krossbandasliti.

8:45     Kristján Ómar Björnsson, KSÍ A þjálfari, mun fjalla um styrktarþjálfun fyrir börn og unglinga. Hann mun fara inn á það hvað sé ráðlagt að gera í styrktarþjálfun allt frá 8 ára aldri til fullorðinsáranna.

19:30     Matarhlé

20:00     Friðrik Ellert Jónsson, sjúkraþjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu, mun fara yfir meiðslafyrirbyggjandi æfingar bæði í fyrirlestri og með verklegri kennslu.

22:00     Áætlað að námskeiðinu ljúki

Námskeiðið kostar 3.000 kr.

Innifalið í verðinu eru léttar veitingar í matarhléinu.

Námskeiðið telur sem 6 tímar í endurmenntun á KSÍ A og KSÍ B þjálfaragráðum.

Námskeiðsstjórar:

Arnar Bill Gunnarsson og Dagur Sveinn Dagbjartsson.

Kennarar:

Friðrik Ellert Jónsson, Kristján Ómar Björnsson og Róbert Magnússon.

Uppfært:

Námskeiðið er opið öllum. Þeir sem ekki komast en hafa áhuga á erindinu geta keypt upptöku af námskeiðinu á sama verði og námskeiðsgjaldið er, þ.e. 3.000 kr. Þeir sem kaupa upptökuna og vilja þar að auki nýta þetta sem endurmenntun þurfa að svara spurningalista sem sendur verður með upptökunni og skila honum inn til fræðsludeildar. Nánari upplýsingar veitir fræðsludeild KSÍ, dagur@ksi.is eða arnarbill@ksi.is