• fim. 30. apr. 2015
  • Landslið

Fara fullar sjálfstrausts í leikina

Úlfar Hinriksson
ulfar-hinriksson-vidtal-snip

Eins og kynnt hefur verið var dregið í riðla fyrir úrslitakeppni EM U17 kvenna í vikunni.  Drátturinn fór fram í ráðhúsi Reykjavíkur og verður Ísland í riðli með ríkjandi Evrópumeisturum Þýskalands, Spánverjum og Englendingum.  Úlfar Hinriksson, þjálfari íslenska liðsins, var í viðtali við KSÍ TV eftir dráttinn.

"Þetta verður gríðarlega erfitt, að spila við Þýskaland, England og Spán, en við munum fara fullar sjálfstrausts, og kannski pressulausar af því að þetta eru ríkjandi meistarar."

Úlfar talaði um það hversu mikilvægt væri fyrir ungar knattspyrnukonur á fá að taka þátt í svona móti og þýðingu þeirrar þátttöku fyrir framþróun þeirra sem framtíðarlandsliðkonur.  Hann kallaði jafnframt eftir stuðningi íslensks knattspyrnuáhugafólks og hvatti til góðrar mætingar á leiki Íslands.

Smellið hér til að sjá viðtalið við Úlfar á Youtube rás KSÍ.