• mið. 29. apr. 2015
  • Landslið

Ísland í riðli með ríkjandi Evrópumeisturum

Dregið í EM U17 kvenna 2015
10668819_909769529046021_4297814423533450575_o

Dregið var í riðla í úrslitakeppni EM U17 landsliða kvenna í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, miðvikudag, en eins og kynnt hefur verið fer keppnin fram hér á landi í sumar, nánar tiltekið dagana 22. júní til 4. júlí.

Fyrirfram var vitað að Ísland, sem gestgjafi, myndi leika í A-riðli.  Auk Ísland drógust í riðilinn þjóðirnar tvær sem léku til úrslita í síðustu keppni, Þjóðverjar og Spánverjar, en þessar þjóðir hafa einmitt hampað Evrópumeistaratitli í aldursflokknum í 6 af þeim 7 skiptum sem keppnin hefur verið haldin.  Fjórða þjóðin í riðlinum er svo önnur knattspyrnuþjóð með mikla sögu, Englendingar.  Það er því ljóst að verðugt verkefni bíður stelpnanna okkar.  Fyrsti leikur Íslands er gegn ríkjandi meisturum þjóðverja á Grindavíkurvelli.

Í B-riðli eru Írland, Frakkland, Sviss og Noregur.  Frakkar hafa þrisvar sinnum leikið til úrslita í aldursflokknum og eru líklega sterkasta liðið í B-riðli.

Drátturinn í ráðhúsinu var sýndur í beinni útsendingu á vef UEFA.

Myndbandsviðtal við Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfara U17.

Myndbandsviðtal við Anouschka Bernhard, þjálfara Evrópumeistara Þýskalands.

UEFA EM U17 kvenna