U17 kvenna endaði mótið með stórsigri
Síðasti leikur U17 ára kvennalandsliðsins var gegn heimastúlkum frá Færeyjum. Fyrir leikinn voru okkar stelpur búnar að tryggja sér sigur á mótinu. Leikurinn í dag endaði með stórsigri íslenska liðsins en lokatölur urðu 10-0.
Fyrsta markið kom strax á 3. mínútu en þá komst Hlín ein i gegn og skoraði fyrsta mark leiksins eftir góðan undirbúning frá frá Alexöndru. Mínútu seinna átti Margrét sendingu á Dröfn sem kláraði færið vel og staðan orðin 2-0 eftir fjórar mínútur.
Á 19. mínútu fékk Alexandra aukaspyrnu, hún var fljót að hugsa og setti boltann strax inn á Hlín sem smelti boltanum undir þverslána og staðan orðin 3-0. Mínútu seinna átti María Sól sendingu á Margréti sem afgreiddi góða sendingu snyrtilega í netið, 4-0. Harpa átti svo flottan sprett tveimur mínútum síðar og sendi inn á Margréti sem kláraði færið af stakri snilld og kom Íslandi í 5-0.
Á 51. mínútu barst boltinn til Hörpu eftir horn og smellti boltanum í netið af 25 metra færi. Á 50. mínútu átti Hlín kross fyrir markið sem Alexandra náði að setja á markið, Kristín fylgdi svo vel með og skoraði í autt markið og staðan orðin 7-0.
Á 58. mínútu átti Alexandra sendingu inn á Guðrúnu sem kláraði færið sitt vel og kom Íslandi í 8-0. Alexandra stuttu síðar Eyvör sem skoraði með flottu skoti og staðan orðin 9-0 þegar fimm mínútur voru eftir. Ásdís skoraði svo 10 markið með góðu skoti og gulltryggði 10-0 sigur íslenska liðsins
Stórsigur á Færeyingum staðreynd, efsta sætið gulltryggt og stelpurnar koma heim með markatöluna 20-1.