• mán. 20. apr. 2015
  • Landslið

Dregið í dag í undankeppni EM kvenna

A landslið kvenna
a-kvenna-danmork

Í hádeginu verður dregið í riðla í undankeppni EM kvenna. Ísland er meðal þjóða og er íslenska liðið núna í efsta styrkleikaflokki. Það kemur svo í ljós fljótlega eftir dráttinn hvenær íslenska liðið hefur leik í undankeppninni.

Ísland er í potti með Þýskalandi, Frakklandi, Svíþjóð. Noregi, Englandi, Ítalíu og Spáni og dragast því ekki með þessum liðum í riðil. Undankeppnin hefst þann 14. september og lýkur 20. september 2016. 

Efsta liðið úr hverjum riðli ásamt sex liðum með bestan árangur í 2. sæti riðlanna fara beint á lokamótið sem verður í Hollandi. Tvö lið leika svo um eitt laust sæti á lokamótinu í umspili.

Hægt er að lesa um dráttinn og framkvæmd hans hérna en bein útsending frá drættinum hefst klukkan 12:00 að íslenskum tíma.