Útgáfa fjölmiðlaskírteina KSÍ 2015
Útgáfa fjölmiðlaskírteina KSÍ 2015
Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) og Samtök íþróttafréttamanna (SÍ) munu áfram eiga samstarf um útgáfu fjölmiðlaskírteina KSÍ (F-skírteini). Nú er komið að útgáfu skírteinanna fyrir knattspyrnutímabilið 2015.
Útgáfa skírteinanna verður áfram í höndum KSÍ en SÍ mun taka á móti umsóknum fjölmiðla um skírteini og veita þeim faglega umsögn.
Samtök íþróttafréttamanna (SÍ) voru stofnuð árið 1956 í þeim tilgangi að vinna að bættum hag íþróttafréttamanna. Er það bundið í lög SÍ að samtökin skuli vinna að bættri aðstöðu félagsmanna og gæta hagsmuna þeirra í hvívetna, auk þess að tryggja félagsmönnum og aðstoðarmönnum þeirra greiðan aðgang að íþróttamótum og kappleikjum.
Eingöngu handhafar fjölmiðlaskírteina fá aðgang að aðstöðu fjölmiðlamanna á leikstað og mun SÍ hafa eftirlit með því að skírteinin séu notuð á viðeigandi hátt á meðan leiktíðinni stendur. Aðeins þeir sem sannarlega fjalla um knattspyrnu í íslenskum fjölmiðlum eiga þess kost að fá fjölmiðlaskírteini.
Við mat á umsóknum verður umfjöllun síðustu ára hjá viðkomandi fjölmiðli tekin til greina. Fjölmiðlaskírteini veitir aðgang að leikjum á Íslandsmóti og bikarkeppni KSÍ og verður því umfjöllun um þær keppnir fyrst og fremst skoðaðar þegar umsóknir fjölmiðla verða metnar.
Ekki er nauðsynlegt að vera fullgildur meðlimur í SÍ til að sækja um fjölmiðlaskírteini, enda koma mun fleiri að umfjöllun fjölmiðla um leiki en þeir sem eru íþróttafréttamenn í fullu starfi.
Umsóknir um fjölmiðlaskírteini skal senda á netfangið sportpress@sportpress.is eigi síðar en 24. apríl næstkomandi. Umsókninni skal fylgja Word-skjal þar sem fram koma eftirfarandi upplýsingar:
-
Nafn umsækjanda
-
Starf (blaðamaður, ljósmyndari o.s.frv.)
-
Netfang
-
Andlitsmynd (4x3 cm)
ATHUGIÐ!
Umsóknir sem berast eftir auglýstan umsóknarfrest verða afgreiddar í lok hverrar vinnuviku eftir það. Ekki er hægt að ætlast til þess að fá afgreitt skírteini samdægurs og þurfa því umsóknir hafa borist í síðasta lagi á fimmtudegi í viðkomandi viku.