• mán. 13. apr. 2015
  • Fræðsla

KSÍ B próf haldið 28. apríl - Uppfært

Þjálfari að störfum
coaching7

Þriðjudaginn 28. apríl stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III, IV, KSÍ B þjálfaraskólann og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar).

Þeir þjálfarar sem hyggjast taka KSÍ B prófið verða fyrst að taka Þjálfaraskóla KSÍ og ljúka honum í síðasta lagi viku fyrir próf, þ.e.a.s. þriðjudaginn 21. apríl, til að öðlast próftökurétt. Það fer því hver að verða síðastur að sækja um að taka prófið þetta árið.

Prófað er úr öllu námsefni KSÍ I, II, III og IV og úr nýjustu útgáfu af knattspyrnulögunum (http://www.ksi.is/domaramal/knattspyrnulogin/). Engin hjálpargögn eru leyfð í prófinu. Ef þjálfurum sem hyggjast taka prófið vantar einhver gögn, vinsamlegast hafið samband við Dag Svein Dagbjartsson, dagur@ksi.is.

Þær bækur sem afhentar eru á KSÍ I-IV og eru þ.a.l. til prófs eru eftirfarandi:

  • Kennslu og æfingaskrá fyrir barna- og unglingaþjálfun í knattspyrnu (KSÍ I)

  • Þjálffræði (KSÍ II)

  • Markmaður - færni og þjálfun (KSÍ III)

  • Loftháð og loftfirrt þjálfun knattspyrnumanna (KSÍ III)

Prófið fer fram í E-sal íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal (Engjavegi 6) (athugið breytta staðsetninguog hefst stundvíslega kl. 16:00 og próftími er tvær klukkustundir. Þátttakendur sem búa á landsbyggðinni og vilja taka prófið í sinni heimabyggð, þurfa að hafa samband tímanlega við fræðslusvið KSÍ (dagur@ksi.is), svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir. Prófið byrjar á sama tíma um allt land.

Próftöku- og skírteinisgjald er 3.000 krónur.

Opið er fyrir skráningu í prófið en hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is eða hringja í síma 510-2977. Þær upplýsingar sem þurfa að koma fram við skráningu eru eftirfarandi: nafn, kennitala, símanúmer, tölvupóstfang, fæðingarstaður og félag. 

Undirbúningur fyrir KSÍ B

Þjálfaraskóli KSÍ