• fim. 09. apr. 2015
  • Landslið

U19 kvenna vann góðan sigur á Rúmeníu

EM-Frakkland-2015-U-19-004

Íslenska U19 lið kvenna vann í dag 3-0 sigur á Rúmeníu í seinasta leik liðsins í milliriðli vegna EM. 

Íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum og náði að enda leik sinn í milliriðli með góðum sigri. Hulda Hrund Arnardóttir kom Íslandi yfir strax á 16. mínútu og stuttu síðar eða á 23. mínútu leiksins va staðan orðin 2-0 en það var Heiðdís Sigurjónsdóttir sem kom knettinum í mark Rúmena. Þriðja og seinasta mark leiksins kom á 89. mínútu en þá skoraði Hulda Ósk Jónsdóttir laglegt mark sem tryggði íslenska liðinu öruggan sigur í leiknum. 

Ísland tapaði tveimur leikjum í milliriðli gegn Frökkum og Rússum en vann Rúmena og endaði því í 3. sæti riðilsins.

Aðeins toppliðið úr riðlinum fer áfram en það eru Frakkar. Ísland, Rússlands og Rúmenía sitja eftir.