• fim. 09. apr. 2015
  • Dómaramál

Íslenskir dómarar útskrifast af CORE námskeiði

uefa-logo-biglandscape
uefa-logo-biglandscape

Þrír íslenskir dómarar, þeir Björn Valdimarsson, Bryngeir Valdimarsson og Ívar Orri Kristjánsson, luku á dögunum við CORE námskeið sem haldið er á vegum UEFA fyrir unga og efnilega dómara.  CORE stendur fyrir "Center of Refereeing Excellence" en þetta verkefni snýr að þjálfun og menntun dómara framtíðarinnar.

Dómararnir fóru tvisvar til Sviss, einu sinni á síðasta ári og svo aftur á þessu ári auk þess að fá verklega þjálfun hér á landi þess á milli.  Lauk námskeiðinu í Sviss núna í byrjun apríl og stóðu þeir félagar sig þar með glæsibrag.  Á þessu námskeiði er farið yfir alla þá hluti er snúa að dómgæslu og dæmdu þeir m.a. leiki í Sviss og Frakklandi á meðan á námskeiðinu stóð.