U19 landslið kvenna tapaði fyrir Rússum
Íslenska U19 ára landslið kvenna tapaði 4-1 gegn Rússum í öðrum leik liðsins í milliriðli vegna EM. Rússar komust í 3-0 áður en Ísland náði að minnka muninn og eitt mark frá Rússum í seinni hálfleik tryggði liðinu 4-1 sigur.
Rússar voru sterkari aðilinn í leiknum en fyrsta markið kom strax á 17.mínútu en það var Chernomyrdina sem skoraði það. Andreeva skoraði svo á 25. og 35. mínútu leiksins og voru möguleikar íslenska liðsins heldur rýrir eftir það.
Lillý Rut Hlynsdóttir minnkaði muninn í 3-1 með marki á 45. mínútu en Chernomyrdina skoraði aftur á 58. mínútu úr vítaspyrnu og lokatölur 4-1 sigur Rússa.
Ísland hefur því tapað báðum leikjum sínum í milliriðli en liðið leikur við Rúmeníu á fimmtudaginn.
Byrjunarlið Íslands í leiknum:
Markmaður – Berglind Hrund Jónasdóttir
Miðverðir – Heiðdís Sigurjónsdóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir
Hægri bakvörður – Aníta Sól Ágústsdóttir
Vinstri bakvörður – Hrafnhildur Hauksdóttir, fyrirliði
Miðja – Andrea Rán Hauksdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir
Hægri kantur – Hulda Ósk Jónsdóttir
Vinstri kantur – Arna Dís Arnþórsdóttir
Framherjar – Hulda Hrund Arnardóttir og Esther Rós Arnardóttir