• mán. 30. mar. 2015
  • Landslið

Byrjunarlið Íslands í Tallinn

soccer

Þjálfarar A landsliðs karla, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, gera ellefu breytingar á byrjunarliði Íslands frá leiknum við Kasakstan fyrir vináttuleikinn gegn Eistlandi í kvöld.  Ljóst er að margir leikmenn eru þarna að fá gott tækifæri til að minna á sig.

Jón Daði Böðvarsson og Emil Hallfreðsson voru í byrjunarliðinu í fyrstu fjórum leikjum Íslands í undankeppni EM 2016, en byrjuðu báðir leikinn við Kasakstan á varamannabekknum.  Þeir komu þó báðir við sögu í þeim leik og áttu þátt í að landa glæsilegum sigri.  Þeir eru báðir í byrjunarliðinu í kvöld, og Emil ber fyrirliðabandið í fyrsta sinn.

Byrjunarlið Íslands

Markvörður

Ögmundur Kristinsson

Bakverðir

Haukur Heiðar Hauksson og Hörður Björgvin Magnússon

Miðverðir

Hallgrímur Jónasson og Jón Guðni Fjóluson

Miðtengiliðir

Emil Hallfreðsson (fyrirliði) og Guðlaugur Victor Pálsson

Vængmenn

Rúrik Gíslason og Jón Daði Böðvarsson

Framherjar

Alfreð Finnbogason og Viðar Örn Kjartansson