Öruggur sigur í Kasakstan
Ísland mætti Kasakstan í undankeppni EM 2016 í dag og unnu frækinn 3-0 sigur á þessum erfiða útivelli. Íslenska liðið komst í 2-0 í fyrri hálfleik en Birkir Bjarnason skoraði svo þriðja mark leiksins undir lok leiksins.
Lið Kasakstan reyndi að pressa í byrjun leiks og má segja að það hafi tekið íslenska liðið smá tíma að koma sér í gírinn. Fyrsta markið kom á 20.mínútu en eftir varnarmistök barst boltinn á Jóhann Berg sem kom boltanum á Eið Smára sem skoraði sitt 25. mark fyrir landsliðið. Eftir þetta náði Ísland enn betri tökum á leiknum og á 32. mínútu kom annað mark liðsins. Ísland fékk aukaspyrnu sem Gylfi Þór tók og fór boltinn beint á Birki Bjarnason sem skallaði boltann örugglega í netið.
Fleiri mörk komu ekki í fyrri hálfleik og Ísland leiddi verðskuldað 2-0. Ísland stýrði leiknum áfram í seinni hálfleik en Kasakstan væri nærri því að minnka muninn á 63.mínútu en þá átti leikmaður liðsins skalla sem endaði í stönginni hjá íslenska liðinu.
Kasakstan færði sig ofar á völlinn þegar leið á enda undir en sú pressa skilaði ekki árangri sem erfiði. Undir lok leiksins skoraði svo Bikir sitt annað mark í leiknum en hann komst á auðan sjó við mark Kasakstan og skoraði örugglega í markið.
Íslenska liðið er í góðri stöðu í riðlinum en liðið er með 12 stig. Næsti leikur Íslands í undankeppni EM er gegn Tékkum á Íslandi en þar munu berjast toppliðin í riðlinum og því mikið undir.
Kasakstan 0-3 Ísland (0-2)
0-1 Eiður Smári Guðjohnsen 20.mín.
0-2 Birkir Bjarnason 32. mín.
0-3 Birkir Bjarnason 91. mín.