• lau. 28. mar. 2015
  • Landslið

Eins stigs forskot Tékka á toppi A-riðils

2228829_w2

Eins og kunnugt er vann Ísland glæsilegan þriggja marka sigur á Kasakstan í undankeppni EM 2016.  Tveir aðrir leikir í A-riðli fóru fram seinna sama dag.  Lettar hefðu getað hirt öll þrjú stigin í Tékklandi, komust yfir og fengu svo dauðafæri seint í leiknum til að ná tveggja marka forystu, þegar skot fór framhjá opnu marki heimamanna.  Tékkar sóttu þó grimmt undir lokin og uppskáru jöfnunarmark á síðustu mínútu venjulegs leiktíma.  Ekki alslæm úrslit fyrir Ísland og Tékkar eru nú aðeins einu stigi á undan íslenska liðinu í riðlinum, en þessi lið mætast einmitt á Laugardalsvellinum 12. júní.

Í Hollandi tóku heimamenn á móti Tyrkjum.  Gestirnir náðu forystunni í fyrri hálfleik með fallegu marki Buruk Yilmaz og Hollendingar náðu ekki að ógna tyrkneska markinu að ráði.   Allt var í járnum í seinni hálfleik.  Tyrkneska liðið var vel skipulagt, varðist vel og gaf Hollendingum ekki mörg færi til að skora.  Svo fór þó að Hollendingar náðu að jafna í uppbótartíma þegar Wesley Sneijder skaut að marki og boltinn hafnaði í netinu með viðkomu í Klaas Jan Huntelaar. 

Þegar riðillinn er hálfnaður er Holland því áfram í 3. sæti riðilsins, einu stigi á undan Tyrkjum.  Lettar eru með 3 stig í 5. sæti og Kasakstan situr í neðsta sætinu með eitt stig.

Undankeppnin