• lau. 28. mar. 2015
  • Landslið

Byrjunarlið Íslands gegn Kasakstan

Undankeppni EM 2016
Omar

Þjálfarar A landsliðs karla, þeir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, gera þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn við Kasakstan, en eins og knattspyrnuáhugafólki er kannski kunnugt um var byrjunarlið Íslands óbreytt í fyrstu fjórum leikjunum í keppninni.

Birkir Már Sævarsson kemur inn í hægri bakvörðinn, Eiður Smári Guðjohnsen verður við hlið Kolbeins Sigþórssonar í framlínunni og Jóhann Berg Guðmundsson verður á kantinum.

Þess má geta að fyrirliði íslenska liðsins, Aron Einar Gunnarsson, leikur í dag sinn 50. A-landsleik fyrir Ísland.

Leikurinn fer fram á Astana Arena í Kasakstan, hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og er í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV.

Byrjunarliðið (4-4-2)

Markvörður

Hannes Þór Halldórsson

Bakverðir

Birkir Már Sævarsson og Ari Freyr Skúlason

Miðverðir

Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson

Miðtengiliðir

Aron Einar Gunnarsson (fyrirliði) og Gylfi Þór Sigurðsson

Vængmenn

Birkir Bjarnason og Jóhann Berg Guðmundsson

Framherjar

Eiður Smári Guðjohnsen og Kolbeinn Sigþórsson