• þri. 24. mar. 2015
  • Landslið

A landslið karla mætt til Astana

A karla í Kasakstan
20150324_163235[1]

A landslið karla er mætt til Astana í Kasakstan þar sem leikið verður við heimamenn í undankeppni EM 2016 á laugardag.  Astana Arena leikflöturinn er lagður gervigrasi, þannig að ekki þarf að hafa áhyggjur af æfingaálagi á vellinum í aðdraganda leiksins,  Allar æfingar íslenska liðsins fara því fram á keppnisvellinum og var sú fyrsta í dag, þriðjudag.

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var í viðtali við KSÍ TV í dag, þar sem hann fór yfir undirbúning liðsins, þýðingu næstu leikja í riðlinum og ýmislegt fleira.  Smellið hér til að horfa á viðtalið.