• mán. 23. mar. 2015
  • Landslið

U17 karla - Tap gegn Rússum

U17-karla-i-Russlandi

Strákarnir í U17 biðu lægri hlut gegn Rússum í öðrum leik þeirra í milliriðli EM en leikið er í Rússlandi.  Heimamenn unnu öruggan sigur, 4 - 0 eftir að staðan hafði verið 1 - 0 í leikhléi. 

Lokatölur leiksins voru hinsvegar óþarflega stórar miðað við gang leiksins, Íslendingar voru heldur meira með boltann en náðu ekki að brjóta öflugan varnarmúr Rússa niður.  Þeir voru öflugir í skyndisóknum og föstum leikatriðum en tvö mörk þeirra komu beint úr aukaspyrnu og eitt upp úr hornspyrnu.

Íslenska liðið á ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina en lokaleikur liðsins verður gegn Wales á fimmtudaginn.  Walesverjar töpuðu gegn Austurríki fyrr í dag, 3 - 2 og hafa Austurríkismenn því tryggt sér sæti í úrslitakeppninni.