• fös. 20. mar. 2015
  • Landslið

U17 karla og kvenna í eldlínunni á laugardaginn

Byrjunarlið U17 karla í vináttulandsleik gegn Norður Írum í Kórnum 10. febrúar 2015
U17-karla-byrjunarlidid-gegn-Nordur-Irum-10-februar

Bæði karla- og kvennalið okkar í aldursflokki U17 verða í eldlínunni á morgun, laugardaginn 21. mars.  Strákarnir leika í milliriðli EM gegn Austurríki kl. 10:00 en riðillinn er leikinn í Rússlandi.  Leikið verður svo gegn heimamönnum á mánudaginn og gegn Wales á fimmtudaginn.  Efsta liðið tryggir sér sæti í úrslitakeppninni, sem fer fram í Búlgaríu, ásamt sjö þjóðum í öðru sæti í riðlunum átta.

Stelpurnar eru í óða önn að undirbúa sig fyrir úrslitakeppni EM U17 kvenna sem fram fer hér á landi í sumar.  Þær leika tvo leiki gegn Írum í þessari ferð og fer fyrri leikurinn fram á morgun, laugardaginn 21. mars og hefst kl. 15:00.  Seinni leikurinn fer svo fram á mánudaginn, 23. mars og hefst kl. 11:00.

Hægt verður að fylgjast með beinni textalýsingu af leik Íslands og Austurríkis á heimasíðu UEFA og við munum einnig fylgjast með helstu atriðum leiks Íslands og Írlands á Facebook síðu KSÍ.


Byrjunarlið Íslands gegn Finnum í leik um 7. sæti á NM U17 kvenna í Svíþjóð