9v9 eða 11v11 í 4. flokki?
KSÍ stendur fyrir súpufundi fimmtudaginn 19. mars kl. 12.00-13.00 í höfuðstöðvum Knattspyrnusambandsins á Laugardalsvelli. Viðfangsefnið er hvort breyta þurfi keppnisfyrirkomulagi í 4. flokki, spila með 9 í liði í stað 11.
Það verða þrír fyrirlestrar, 15 mínútur hver og gert er ráð fyrir tíma fyrir umræður í lokin.
-
Andri Fannar Stefánsson og Óskar Rúnarsson unnu lokaverkefni til B.Sc. gráðu í Íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík rannsókn á leikjafyrirkomulagi 4. flokks í knattspyrnu. Kynna þeir niðurstöður rannsóknarinnar á fundinum.
-
Halldór Halldórsson, yfirþjálfari ÍR, hefur verið í fararbroddi hjá félaginu í að bjóða liðum í æfingaleiki þar sem spilað er 9v9. Hann muna deila reynslu sinni og einnig koma sínum skoðunum á framfæri.
-
Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, mun ræða um möguleika á framkvæmd þegar spilað er 9v9. Mun hann m.a. koma inn á stærð leikvallar.
KSÍ býður öllum sem mæta upp á súpu þeim að kostnaðarlausu. Súpufundurinn verður tekinn upp og settur á heimasíðu KSÍ.
Aðgangur er ókeypis og opinn öllum áhugasömum en þó þarf að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is og taka fram nafn og kennitölu.