• mið. 11. mar. 2015
  • Landslið

Algarve 2015 - Byrjunarlið Íslands gegn Japan

Byrjunarlið Íslands gegn Bandaríkjunum 9. mars 2015
Byrjunarlid-gegn-BNA

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir heimsmeisturum Japans í dag í leik um 9. sætið á Algarve mótinu.  Leikurinn hefst kl 12:15 og verður fylgst með helstu atriðum leiksins með vandaðri textalýsingu á Facebook síðu KSÍ.

Byrjunarliðið:

Markvörður: Sandra Sigurðardóttir

Hægri bakvörður: Elísa Viðarsdóttir

Vinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir

Miðverðir: Guðrún Arnarsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir

Varnartengiliðir: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir

Sóknartengiliður: Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði

Hægri kantur: Fanndís Friðriksdóttir

Vinstri kantur: Rakel Hönnudóttir

Framherji: Guðmunda Brynja Óladóttir

Þetta er í fyrsta skiptið sem Ísland og Japan mætast hjá A landsliðum kvenna en Japanir eru, sem kunnugt er, ríkjandi heimsmeistarar eftir að hafa lagt Bandaríkin í úrslitakeik á HM í Þýskalandi 2011.  Japanir halda svo til Kanada í sumar til þess að freista þess að verja titilinn en þar verða 9 af 12 þátttökuþjóðum hér af Algarve mótinu.