U17 landslið karla valið fyrir milliriðil í Krasnodar
Halldór Björnsson, þjálfari U17 landsliðs karla, hefur valið leikmannahóp Íslands fyrir milliriðil EM, sem leikinn verður í Krasnodar í Rússlandi í mars. Hópurinn heldur til Rússlands þann 19. mars og fyrsti leikur er tveimur dögum síðar. Austurríki og Wales eru í riðlinum, auk Íslands og heimamanna.
Alls eru milliriðlarnir átta talsins og munu 16 lið taka þátt í úrslitakeppninni, sem fram fer í Búlgaríu í maí. Sigurvegarar milliriðlanna komast í úrslitakeppnina ásamt sjö liðum með bestan árangur í 2. sæti. Gestgjafar úrslitakeppninnar eru svo 16. liðið.