Algarve 2015 - Svissneskur sigur í sólinni
Íslenska kvennalandslið tapaði í dag gegn Sviss í fyrsta leik liðsins á Algarve mótinu en leikið var í Lagos. Lokatölur urðu 0 - 2 fyrir Sviss eftir að markalaust var í leikhléi.
Íslenska liðið stillti upp fremur reynslulitlu liði sem hafði engu að síður í fullu tréi við hið sterka svissneska lið. Íslensku stelpurnar byrjuðu leikinn betur en svissneska liðið kom svo betur inn í leikinn þegar leið á. Sandra Sigurðardóttir var vel á verði í markinu tvívegis en íslenska liðið lá aftarlega en beitti hættulegum skyndisóknum.
Markalaust var í leikhléi og íslenska liðið byrjað seinni hálfleikinn af sama krafti og þann fyrri Sviss komst yfir á 56. mínútu með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var fyrir litlar sakir að mati flestra. Við tók þá mikill sóknarþungi hjá Íslendingum og sköðuðu stelpurnar sér nokkur góð færi á þessum tíma. Hornspyrna Hallberu hafnaði svo í stönginni og svissneska liðið hélt í sókn sem endaði með því skoti þeirra frá vítateigslínu í stöngina og inn. Þar með var róðurinn orðinn þyngri en áður en íslensku stelpurnar börðust vel allt til loka en þar var Sviss sem fagnaði sigri.
Svekkjandi tveggja marka tap í annars prýðilegum leik þar sem margir leikmenn sýndu að þeir eru tilbúnir í slaginn. Stutt er í næsta leik, Norðmenn verða mótherjarnir á föstudaginn en þær biðu lægri hlut gegn Bandaríkjunum í kvöld, 1 - 2.