Landsdómararáðstefna – 27.–28. febrúar
Um komandi helgi fer fram hin árlega landsdómararáðstefna KSÍ en þar hittast landsdómarar til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil. Að venju er fenginn gestafyrirlesari erlendis frá og að þessu sinni er það Kyros Vassaras sem verður gestur ráðstefnunnar. Þetta er fyrsta af þremur landsdómararáðstefnum sem haldin er á árinu.
Kyros er fyrrum alþjóðlegur dómari frá Grikklandi sem hefur dæmt í úrslitakeppni EM, HM og á Ólympíuleikum sem og í undanúrslitum Meistaradeildar UEFA, svo eitthvað sé nefnt. Hann er fyrrum meðlimur í Dómaranefnd UEFA og er nú fyrirlesari og leiðbeinandi UEFA í dómaramálum.
Dómararnir hafa verið við æfingar síðan í nóvember en á námskeiðinu gangast þeir líka undir skriflegt próf ásamt því að hlýða á ýmsa fyrirlestra.
Dagskrá ráðstefnunnar er svohljóðandi:
Landsdómararáðstefna – Reykjavík 27.–28. febrúar 2015
Dagskrá
Föstudagur 27. febrúar.
17:00-17:10 Svipmyndir frá 2014 setning.
Magnús Jónsson
17:10-17:20 Ávarp formanns KSÍ.
Geir Þorsteinsson
17:20-17:30 Inngangur.
Gylfi Þór Orrason
17:30-18:30 Leikstjórn.
Kyros Vassaras
18:30-18:40 Kliðfundur.
18:40-19:00 Skriflegt próf.
Umsjón: Bragi Bergmann
19:00-19:50 Matur Café Laugar.
19:50-20:50 Samstarf.
Umsjón: Kyros Vassaras
20:50-21:00 Kliðfundur.
21:00-21:30 Dómarinn 2015. Kröfur UEFA.
Umsjón: Kyros Vassaras
21:30-22:00 Klippupróf.
Umsjón: Magnús Jónsson
Laugardagurinn 28. febrúar
09:30- 10:30 Æfing í Laugum.
10:45-12:00 Þjálfun og stuðningur við íslenska toppdómara.
Umsjón: Kristinn Jakobsson/Magnús Þórisson
12:00-13:00 Matur Café Laugar.
13:00-13:30 Yfirferð skriflega prófsins.
Umsjón: Bragi Bergmann
13:30-14:15 Niðurstöður úr klippuprófi.
Umsjón: Magnús Jónsson.
14:15-14:30 Kliðfundur.
14:30-14:50 Ýmislegt
Umsjón: Birkir Sveinsson
14:50-15:30 Veðmál.
Umsjón: Þorvaldur Ingimundarson
15:30-15:40 Kliðfundur.
15:40-16:10 Nýliðaráðstefna UEFA 2015.
Umsjón: Vilhjálmur Alvar
16:10 Ráðstefnuslit.