Fyrsti fundur stjórnar að loknu ársþingi
Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar að loknu ársþingi KSÍ var m.a. skipað í embætti innan stjórnar. Guðrún Inga Sívertsen verður varaformaður, Gylfi Þór Orrason gjaldkeri stjórnar og Gísli Gíslason er ritari stjórnar. Á fundinum var jafnframt ákveðið að Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ, muni gegna starfi framkvæmdastjóra KSÍ tímabundið, þar til annað verður ákveðið.
Stjórn
Geir Þorsteinsson - formaður
Guðrún Inga Sívertsen - varaformaður
Gylfi Þór Orrason - gjaldkeri
Gísli Gíslason - ritari
Jóhannes Ólafsson
Róbert B. Agnarsson
Rúnar Arnarson
Ragnhildur Skúladóttir
Vignir Már Þormóðsson
Varastjórn
Ingvar Guðjónsson
Jóhann Torfason
Þórarinn Gunnarsson
Landshlutafulltrúar
Valdemar Einarsson - Austurland
Björn Friðþjófsson - Norðurland
Tómas Þóroddsson - Suðurland
Jakob Skúlason - Vesturland