• fim. 12. feb. 2015
  • Landslið

U17 karla - Annar eins marks sigur á Norður Írum

Byrjunarlið U17 karla í vináttulandsleik gegn Norður Írum í Kórnum 10. febrúar 2015
U17-karla-byrjunarlidid-gegn-Nordur-Irum-10-februar

Íslendingar og Norður Írar léku í dag seinni vináttulandsleik sinn í Kórnum á þremur dögum.  Íslendingar unnu fyrri leikinn með einu marki gegn engu og gerðu nokkrar breytingar á byrjunarliðinu frá fyrri leiknum.  Leiknum lauk með, eins og þeim fyrri, með 1 – 0 sigri Íslands.

Fyrsta færið fengu  Íslendingar á 7. mínútu þegar Máni Hilmarsson komst á auðan sjó en gestirnir björguðu naumlega.   Bæði lið fengu ágætis færi í upphafi leiksins   Fyrsta mark leiksins kom á 31. mínútu eftir góða sókn íslenska liðsins þar sem boltinn gekk af vinstri kanti yfir til hægri þar sem Erlingur Agnarsson setti boltann af yfirvegun í netið.  Þetta reyndist eina mark fyrir hálfleiks þar sem íslenska liðið var nokkuð sterkari aðilinn. 

Seinni  hálfleikurinn var heldur tíðindalítill, sérstaklega framan af og liðin gáfu fá færi af sér.   Gestirnir  freistuðu þess að færa sig framar á völlinn en náðu ekki að ógna marki íslensku strákanna að neinu ráði.  Það voru því íslensku strákarnir sem fögnuðu öðrum sigri gegn Norður Írum.