• mið. 04. feb. 2015
  • Hæfileikamótun
  • Fræðsla

Hæfileikamótun KSÍ og N1 2015 - Dagskrá næstu vikur

Frá hæfileikamótun frá Austfjörðum
Haefileikamotun-1

Þessa dagana er Hæfileikamótun KSÍ og N1 að fara af stað á árinu 2015.  Eins og áður hefur komið fram verður byrjað að þessu sinni á Hornarfirði en dagskráin næstu vikurnar er annars svohljóðandi:

  • 5. og 6. febrúar        Hornafjörður

  • 17. febrúar               Akranes (æfingar fyrir Vesturland)

  • 18. febrúar               Keflavík (æfingar fyrir Suðurnes)

  • 20. febrúar               Hveragerði (æfingar fyrir Suðurland - drengir)

  • 21. febrúar               Reyðarfjörður (æfingar fyrir Austurland)

  • 24. og 25. febrúar    Vestmannaeyjar

  • 27. febrúar               Hveragerði (æfingar fyrir Suðurland - stúlkur)

  • 4. mars                     Akureyri (æfingar fyrir Norðurland)

  • 30. og 31. mars        Kópavogur (æfingar fyrir Höfuðborgarsvæðið)

    Í apríl verða síðan æfingar á Ísafirði.

    Æfingarnar eru fyrir bæði stelpur og stráka fædd 2001-2002

    Helstu markmið hæfileikamótunar KSÍ eru að;

  • Fjölga þeim leikmönnum sem fylgst er með.

  • Fylgjast með yngri leikmönnum en áður og undirbúa þá fyrir hefðbundnar landsliðsæfingar.

  • Koma á móts við minni staði á landsbyggðinni og mæta þeirra þörfum.

  • Koma á móts leikmenn stærri félaga á höfuðborgarsvæðinu sem að öllu jöfnu væru ekki valdir á landsliðsæfingar.

  • Bæta samskipti við aðildarfélögin og kynna fyrir þeim stefnu KSÍ í landsliðsmálum.

  • Undirbúa leikmenn enn betur til þess að mæta á landsliðsæfingar seinna með fræðslu.

    Nánari upplýsingar veitir Halldór Björnsson, halldorb@ksi.is