U21 karla - Dregið í undankeppni EM 2017 á fimmtudag
Dregið verður í undankepnni EM 2017, fimmtudaginn 5. febrúar, og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í Sviss. Ísland er í fjórða styrkleikaflokki en dregið verður í níu riðla þar sem sjö þeirra verða skipaðir sex þjóðum en tveir munu innihalda fimm þjóðir.
Úrslitakeppnin mun svo fara fram í Póllandi en efsta þjóð hvers riðils tryggir sér sæti þangað. Þær fjórðar þjóðir, sem verða með bestan árangur í öðru sæti úr riðlunum níu, komast svo í umspil og leika þar heima og heiman um tvö sæti í Póllandi.
Ísland komst í umspilsleikina í síðustu keppni en féll úr leik fyrir Dönum eftir tvo jafnteflisleiki. Danir eru í efsta styrkleikaflokki að þessu sinni en nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu UEFA hér að neðan.
Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá drættinum sem hefst kl. 08:00, að íslenskum tíma, á fimmtudagsmorguninn.