• mið. 21. jan. 2015
  • Fræðsla

Ekkitapa.is tilnefndur sem frumlegasti vefurinn

fb

Vefurinn ekkitapa.is, sem er hluti af markaðsherferðinni, Ekki tapa þér, hefur verið tilnefndur sem frumlegasti vefur ársins af Samtökum vefiðnarins. Ekki tapa þér er markaðsátak til að minna mikilvægi góðrar hegðunar á knattspyrnuleikjum. 

Um er að ræða afar metnaðarfullt og vandað verkefni sem verður keyrt að minnsta kosti árin 2014 og 2015 – með auglýsingum í sjónvarpi og gagnvirku efni á vefmiðlum, þar sem hægt verður að upplifa neikvæða hegðun áhorfanda á knattspyrnuleik barna frá ólíkum sjónarhornum. Slagorðið “Ekki tapa þér” vísar til þess að ef þú missir stjórn á þér, tapar sjálfum þér sem áhorfandi á knattspyrnuleik, ef þú hættir að bera virðingu fyrir leiknum og þátttakendum hans, þá taparðu í raun leiknum.

KSÍ og Tjarnargatan unnu ekkitapa.is í sameiningu.

Úrslitin verða kunngjörð í lok mánaðar.

Ekkitapa.is

Samtök vefiðnaðarins.