Landsliðsæfingar A kvenna í Kórnum 24. og 25. janúar
A landslið kvenna mun koma saman til æfinga í knattspyrnuhúsinu Kórnum í Kópavogi dagana 24. og 25. janúar og hefur Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, kallað 23 leikmenn til æfinga. Leikmennirnir koma frá sjö félögum, þ.e. sex Pepsi-deildarfélögum og einu erlendu félagi.