• mán. 19. jan. 2015
  • Landslið

Landsliðsæfingar A kvenna í Kórnum 24. og 25. janúar

u23-island

A landslið kvenna mun koma saman til æfinga í knattspyrnuhúsinu Kórnum í Kópavogi dagana 24. og 25. janúar og hefur Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, kallað 23 leikmenn til æfinga.  Leikmennirnir koma frá sjö félögum, þ.e. sex Pepsi-deildarfélögum og einu erlendu félagi.


Fjórtán af leikmönnunum 23 koma frá tveimur félögum, Breiðabliki og Stjörnunni, sjö frá hvoru félagi.  Önnur félög sem eiga fulltrúa í hópnum eru ÍBV, Selfoss, Valur og Þór, auk Alta IF í Noregi.