• fös. 16. jan. 2015
  • Landslið

Úrtaksæfingar U17 og U19 kvenna 24. og 25. janúar

U17 kvenna á NM
u17kvenna2014

Dagana 24. og 25. janúar fara fram úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið kvenna.  Æft verður í Kórnum í Kópavogi og Egilshöll í Reykjavík undir stjórn landsliðsþjálfaranna.  Þórður Þórðarson er þjálfari U19 liðsins og Úlfar Hinriksson þjálfar U17 liðið.  Alls hafa tæplega 50 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu verið boðaðir til æfinga. 

Þórður, sem tók við U19 liðinu síðastliðið haust, hefur boðað 23 leikmenn frá 11 félögum á æfingar U19 liðsins.  Breiðablik á flesta fulltrúa í hópnum, eða 5, en leikmenn frá ÍA og Selfossi eru einni fjölmennir - fjórir frá hvoru félagi.

Æfingahópur U19 kvenna

Á æfingar U17 liðsins hefur Úlfar boðað 23 leikmenn, og koma þeir frá 12 félögum.  Fjórir leikmenn koma frá Breiðabliki og FH, þrír frá KA og færri frá öðrum.

Æfingahópur U17 kvenna