• fös. 16. jan. 2015
  • Landslið

A karla - Byrjunarliðið sem mætir Kanada

Frá æfingu í Orlando
AEfing-Orlando

Landsliðsþjálfararnir, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, hafa tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Kanada í vináttulandsleik í kvöld.  Þetta er fyrri leikur þjóðanna en báðir fara þeir fram í Orlando.  Leikurinn hefst kl. 21:30 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Skjá Sport.

Byrjunarliðið er þannig skipað:

  • Markvörður: Hannes Þór Halldórsson
  • Hægri bakvörður: Theodór Elmar Bjarnason
  • Vinstri bakvörður: Hjörtur Logi Valgarðsson
  • Miðverðir: Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði og Sverrir Ingi Ingason
  • Hægri kantur: Rúrik Gíslason
  • Vinstri kantur: Kristinn Steindórsson
  • Tengiliðir: Guðlaugur Victor Pálsson og Rúnar Már Sigurjónsson
  • Framherjar: Matthías Vilhjálmsson og Jón Daði Böðvarsson

Eins og venjan er í vináttulandsleikjum þá eru leyfðar sex innáskiptingar hjá hvoru liði.