• fös. 09. jan. 2015
  • Landslið

A karla - Hópurinn fyrir vináttulandsleiki gegn Kanada

BLM-fundur-9-jan-2015

Landsliðsþjálfararnir, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbåck, hafa tilkynnt landsliðshópinn sem mætir Kanada í tveimur vináttulandsleikjum en leikið verður í Orlando í Florida.  Fyrri leikurinn fer fram föstudaginn 16. janúar kl. 21:30 að íslenskum tíma og sá síðari, mánudaginn 19. janúar kl. 21:00.

Ekki er um alþjóðlegan leikdag að ræða og hópurinn því nokkuð breyttur frá síðustu hópum.  Alls eru sex leikmenn í hópnum sem ekki hafa leikið A-landsleik áður og sjö leikmenn eru í hópnum sem hafa leikið 1 A-landsleik.

Leikið verður á velli University of Central Florida, UCF Soccer and Track Complex, sem staðsettur er í Orlando í Florida.

Kanada er sem stendur í 112. sæti á styrkleikalista FIFA en liðið gerði markalaust jafntefli gegn Panama í síðasta leik sínum, í vináttulandsleik sem fram fór 18. nóvember síðastliðinn.  Þjálfari kanadíska landsliðsins er Spánverjinn Benito Floro sem hefur þjálfað mörg félagslið á Spáni og var m.a. þjálfari Real Madrid á árunum 1992 – 1994.

  • Þessir leikmenn fengu ekki leyfi sinna liða til að taka þátt:
  • Ragnar Sigurðsson  (Krasnodar)
  • Viðar Örn Kjartansson   (Vålerenga)
  • Helgi Valur Daníelsson    (Århus)
  • Birkir Már Sævarsson   (Hammarby)
  • Hólmar Örn Eyjólfsson   (Rosenborg)
  • Arnór Ingvi Traustason   (Norrköping)
  • Ari Freyr Skúlason   (OB)
  • Aron Elís Þrándarson   (Álasund)

Þessir vináttulandsleikir gegn Kanada verða sýndir í opinni dagskrá hjá Skjá Sport.

Smelltu hérna til að horfa á viðtal við Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara.

Hópurinn