10 dagar í skil á leyfisgögnum
Þann 15. janúar næstkomandi er skiladagur leyfisgagna. Þá skila þau félög sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ (félögin 24 í Pepsi-deild karla og 1. deild karla) gögnum sem snúa að fjórum köflum leyfiskerfisins, þ.e.e öllum öðrum en fjárhagslegum. Þrjú félög hafa nú þegar skilað gögnum – Fjarðabyggð, Keflavík og Fjölnir.
Í gagnapakkanum sem skilað er í janúar er ýmislegt að finna, s.s. afnotasamninga um mannvirki, ráðningarsamninga þjálfara, gögn um læknisskoðun leikmanna (Pepsi-deild) og ýmis önnur gögn sem staðfesta að viðkomandi félög uppfylli greinar leyfisreglugerðarinnar sem snúa að knattspyrnulegum þáttum, mannvirkjaþáttum, lagalegum þáttum og starfsfólki og stjórnun félaganna.