Knattspyrnufólk og knattspyrnulið áberandi
Samtök íþróttafréttamanna hafa nú birt nöfn þeirra tíu íþróttamanna sem flest atkvæði hluti í kjöri félagsmanna á íþróttamanni ársins 2014. Að venju er knattspyrnufólk áberandi í kjörinu og eru þau Gylfi Þór Sigurðsson og Sara Björk Gunnarsdóttir á meðal tíu efstu. Gylfi Þór var einmitt kjörinn íþróttamaður ársins í fyrra og er nú í fjórða sinn á topp 10. Sara Björk er á topp 10 í þriðja sinn.
Samtökin velja jafnframt lið ársins og þjálfara ársins og þar á knattspyrnan sína fulltrúa. A landslið karla og meistaraflokkur karla hjá Stjörnunni eru tvö af þremur tilnefndum liðum ársins. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá Stjörnunni, og Heimir Hallgrímsson, annar af þjálfurum A landsliðs karla, eru tveir af þremur sem tilnefndir eru sem þjálfarar ársins.
Lokaniðurstaðan verður opinberuð í sérstöku hófi þann 3. janúar næstkomandi og verður viðburðurinn í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV.