• fim. 18. des. 2014
  • Landslið

A karla - Tveir vináttulandsleikir gegn Kanada 16. og 19. janúar

Úr vináttulandsleik Íslands og Kanada 22. ágúst 2007
Island_Kanada_2007

Knattspyrnusambönd Íslands og Kanada hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki 2 vináttulandsleiki, 16. og 19. janúar.  Leikirnir fara fram í Florida í Bandaríkjunum en þetta verða annar og þriðji leikurinn á milli karlalandsliða þessara þjóða.

Leikið verður á velli University of Central Florida, "UCF Soccer and Track Complex", sem staðsettur er í Oviedi í Florida.

Eini leikurinn hingað til fór fram árið 2007 þegar leikinn var vináttulandsleikur á Laugardalsvelli sem lauk með 1 – 1 jafntefli.  Kanada er sem stendur í 110. sæti á styrkleikalista FIFA en liðið gerði markalaust jafntefli gegn Panama í síðasta leik sínum, í vináttulandsleik sem fram fór 18. nóvember síðastliðinn.  Þjálfari kanadíska landsliðsins er Spánverjinn Benito Floro sem hefur þjálfað mörg félagslið á Spáni og var m.a. þjálfari Real Madrid á árunum 1992 – 1994.