14 félög á vinnufundi um leyfiskerfið
Í vikunni fór fram vinnufundur með leyfisfulltrúum félaga í efstu tveimur deildum karla. Farið var yfir hagnýta þætti og vinnu við leyfisumsóknir, breytingar á leyfisreglugerð milli ára og einnig var fjallað sérstaklega um lykilþætti í fjárhagslega hluta leyfiskerfisins.
Lúðvík Georgsson formaður leyfisráðs fór ítarlega yfir helstu breytingar á reglugerðinni milli ára. Ómar Smárason leyfisstjóri fór í gegnum hagnýt atriði og Birna María Sigurðardóttir fór yfir lykilþætti vegna fjárhagslegra hlutans.
Fundinn sóttu fulltrúar 14 félaga af þeim 24 sem undirgangast leyfiskerfið.