• mið. 03. des. 2014
  • Fræðsla

Vel mætt á ráðstefnu um síðustu helgi

Laki-ad-kenna

76 manns mættu á ráðstefnu sem Knattspyrnusamband Íslands stóð fyrir um síðustu helgi. Yfirskrift ráðstefnunnar var "Hvernig finnum við og vinnum með hæfileikaríka leikmenn?"

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla og yfirmaður hæfileikamótunar, hélt þar erindi um Hæfileikamótun KSÍ og N1. Þar fór hann sérstaklega yfir fæðingadags áhrif og þann gríðarlega þroskamun sem er á milli iðkenda á unglingsárunum.

Þegar Þorlákur hafði lokið sér að hélt Heinz Russheim, yfirmaður Akademíu FC Zurich, erindi um það hvernig leikmönnum félagið leitar að og hvernig félagið vinnur með þá.

Hér fyrir neðan má finna glærurnar sem þeir félagar fóru yfir auk vídeóupptöku af ráðstefnunni.

Þorlákur Árnason

Glærur

Upptaka

Heinz Russheim

Glærur

Upptaka - Fyrri hluti - Seinni hluti