• fös. 28. nóv. 2014
  • Landslið

KSÍ og Icelandair vinna markaðsverðlaun hjá UEFA

Hilmar Þór Guðmundsson og Ómar Smárason taka við markaðsverðlaunum frá UEFA fyrir hönd KSÍ og Icelandair
KISS-Markadsverdlaun

Herferðin "Við erum öll í sama liði" sem Icelandair framleiddi í samstarfi við KSÍ vann "Creativity and innovation award" á KISS verðlaunahátíðinni sem evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, stendur fyrir. Verðlaunahátíðin er haldin á tveggja ára fresti. 

Í niðurstöðu dómnefndar segir að auglýsingin sýni gott samstarf á milli Icelandair og KSÍ en auglýsingin fékk verðlaun í flokknum "Sponsor activation" og er það mikil viðurkenning fyrir Icelandair að fá þessi verðlaun.

Það komu margir að þessu verkefni en t.a.m. voru stuðningsmenn Íslands áberandi í auglýsingunni og leikmenn landsliðanna, þjálfarar og starfsfólk KSÍ lagði hönd á plóginn. 

Það er líka skemmtilegt að leikstjóri auglýsingarinnar er enginn annar en Hannes Þór Halldórsson en hann er markvörður íslenska landsliðsins. Það var framleiðslufyrirtækið Saga Film sem hafði veg og vanda af gerð auglýsingarinnar með Íslensku auglýsingastofunni og markaðsdeild Icelandair. 

Verðlaunin voru afhent í Cascais í Portúgal og tóku Hilmar Þór Guðmundsson og Ómar Smárason frá KSÍ við verðlaununum.

Hilmar Þór Guðmundsson og Ómar Smárason taka við markaðsverðlaunum frá UEFA fyrir hönd KSÍ og Icelandair